Svartitindur
veitir skapandi markaðsráðgjöf
byggða á þekkingu og gögnum

Um Svartatind

Svartitindur veitir markaðs- og rekstraráðgjöf til fyrirtækja og stofnanna. Við einbeitum okkur að fyrirtækjum sem þurfa aðstoð við að ná til viðskiptavina sem erfitt er að ná til. Við vinnum því mest með hraðskalanlegum frumkvöðlum sem enn eru að staðsetja viðskiptavini sína og ferðaþjónustufyrirtækjum sem eru með flesta sína viðskiptavini erlendis.

Við setjum einnig upp vinnustofur, ráðstefnur og verkefnastýrum verkefnum sem tengjast nýsköpun, ferðaþjónustu og menntun.

Í sumum tilfellum hjálpum við með rekstur fyrirtækja, þá sérstaklega áfangastaða í ferðaþjónustu. Þar sjáum við um allan rekstur frá a-ö eða eftir samkomulagi við eigendur. Söfn, sýningar, útsýnisstaðir, náttúrperlur í einkaeign og upplýsingamiðstöðvar eru dæmi um verkefni sem við höfum komið að. Við erum sérstaklega spennt fyrir sjálfvirkum aðgangsstýringum þessa dagana.

Við leggjum mikinn metnað í nýsköpun í vinnubrögðum og erum tilbúin að ganga langt til að prófa nýja aðferðafræði eða tækni við okkar vinnu.

Við höfum barist mikið fyrir aðgengi opinberra gagna sem við höfum m.a. nýtt í okkar markaðsstarfi.

Verkefnin

Hér eru nokkur dæmi um verkefni sem við höfum komið að:

LAVA Centre, Hvolsvelli, er stærsta eldfjalla- og jarðskjálftasýning á Íslandi. Hún er margverðlaunuð og unnin af landsliði sýningarhönnuða á Íslandi. Við tókum við verkefninu 6 mánuðum efitir opnum og sjáum í dag um um daglegan rekstur og markaðsmál.

Icelandia, er eitt stærsta ferðaþjónustufyrirtæki á Íslandi sem starfar sem regnhlíf yfir vörumerkin Reykjavík Excursions, Flybus, Icelandic Mountain Guides, Dive.is ofl. Svartatindi var falið að þarfagreina, finna samstarfsaðila og stýra uppbyggingu stafrænna sölulausna (e. Ecommerce) Icelandia sem og að byrja hönnun og innleiðingu á stafrænu vörumerkjauppbyggingu félagsins (e. Digital Branding). Vörumerkið Icelandia fékk í kjölfarið lúður á Ímark-hátíðinni í flokknum “mörkunar – ásýnd vörumerkis“. Vefsíðan Icelandia.com er komin í loftið og nýjar stafrænar lausnir á leiðinni.

The Lava Tunnel, Raufarhólshellir, er líklega eitt best heppnaða verkefni í ferðaþjónustu síðustu ár. Svartitindur kom  að verkefninu stuttu eftir opnun með markaðsráðgjöf. Við unnum að markaðsáætlunum, birtingastefnu, enduruppbyggingu vefs og stefnu og stjórnun samfélagsmiðla.

Perlan, eitt metnaðarfyllsta verkefni í áfangastaðamarkaðssetningu á Íslandi. Við komum að verkefninu daginn fyrir opnun og leiddum markaðssetningu og samfélagsmiðlavinnu fyrstu sex mánuðina.

Ferðamálastofa, Framtíðarfundur ferðaþjónustunnar, vinnufundur með helstu áhrifavöldum í íslenskri ferðaþjónustu. Stjórnendur allra stærstu ferðþajónustuaðila á Íslandi ásamt frumkvöðlum og opinberum aðilum unnu að framtíðarverkefnalista fyrir íslenska ferðaþjónustu.

Ferðamálastofa, Stafrænn sandkassi ferðaþjónustunnar. Eitt af verkefnunum sem kom út úr Framtíðarfundinum. Sandkassinn er verkefni þar sem við erum að reyna að flýta fyrir nýsköpun í geiranum með opnu “pilot” ferli með lykilaðilum í íslenskri ferðaþjónustu.

Norræna ráðherranefndin, Digital Tourism in the Nordics. Norrænt verkefni sem á að byggja þekkingarvettvang fyrir ferðaþjónustu á Norðurlöndunum.

Menntaskóli Borgarfjarðar og Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi, Menntun fyrir störf framtíðarinnar. Stafræn ráðstefna um framtíðarstörf og hvernig sköpum hæfni fyrir þau störf.

Overcast, útrás auglýsingakerfis til Norðurlanda. Við fylgdum Overcast til Noregs, fundum fyrstu viðskitpavini og gengum frá samstarfssamningum. Gott dæmi um go-to-market vinnu sem við höfum unnið fyrir skalanlega frumkvöðla.

Hafðu samband

Vertu endilega í sambandi ef þú heldur að við getum hjálpað eða ef einhverjar spurningar vakna. Við erum alltaf glöð að heyra í fólki með stórar hugmyndir.

Kíktu á okkur á samfélagsmiðlum eða sendu póst á bardur@svartitindur.is